Saturday, July 31, 2010

Rodarte Fall 2010

Nokkrar myndir af haustlínu Rodarte. Eina sem ég get sagt.... augnakonfekt !






Friday, July 30, 2010

SHOP ONLINE - ZARA

Zara er loksins að fara opna netverslun. Það eru ekki nein smáatriði gefin en þau munu allavegana senda til Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Englands, Portúgal og Spánar. En come on, það mun alveg örugglega verða sent til Íslands ég trúi ekki öðru!! Það væri allavegana stórkostlegt.


Verslunarmannahelgin


Ég ætlaði nú bara að óska ykkur öllum góðrar helgar hvar sem þið eruð staddar á landinu. Þið sem farið til eyja, ég vona að þið hafið tekið sem minnst með ykkur ef þið gistið í tjaldi og passið uppá það, það veit enginn hvort þið komið með það heim aftur! :):) Hahaha, en skemmtið ykkur fallega ladies.


Thursday, July 29, 2010

Whitney Port

Þið sem horfðuð á The Hills, OG horfið á The City ættuð nú að kannast við þessa skvísu. Ég er búin að vera fylgjast með þessum þáttum lengi lengi og mín uppáhalds er auðvitað Whitney. Eins og þið vitið þá er hún með fatalínu sem heitir Whitney Eve. Hægt að versla hér http://www.whitneyeve.com
Svo heldur Whitney uppi einhverskonar dagbók sem þið getið skoðað HÉR. Það er svo gaman að sjá hvað hún er að gera á meðan sería 3 er í bígerð. Svo finnst mér hún ekki láta frægðina hafa áhrif á sig eins og svo margar reality stars hafa gert. Hún er svo náttúruleg og sæt!






Wednesday, July 28, 2010

Net-a-porter

Ég kíkti inná net-a-porter áður en ég fór að sofa í gær og þá sá ég að ég varð að gera smá feature um það! Ég fann alltof alltof mikið fötum, töskum,hringum OG SKÓM sem mig langaði svo mikið í og ég verð að sýna ykkur það! I wanna be a billionaire so freaking bad.
Paul and Joe sister. Vá hvað ég færi til í einn svona fyrir veturinn mmmmm


MULBERRY


Marc by Marc Jacobs

Og þessir eru líka Marc Jacobs


Miu Miu


Miu Miu, sætur


Christopher Kane


Stella McCartney

Oh ég veit ekki afhverju stafirnir verða svona bláir og undirstrikaðir, afsakið!! :)

Tuesday, July 27, 2010

Íslenskar hljómsveitir

Ég elska þessa hljómsveit, Útidúr. Frá því ég fyrst sá í þau Kastljósinu hef ég veirð að hlusta svolítið á þetta og ef ég hefði ekki trúað því að þetta væri íslensk hljómsveit. Alveg ótrúlegt! Ég er líka að fýla Feldberg og Mammút. Þær eru alveg æðislegar. Svo eru auðvitað eins og Dikta, Agent Fresco, Hjaltalín, Hjálmar og allar þær. Emiliana Torrini er líka efst á lista hjá mér yfir íslenskar söngkonur og Björk Guðmunds. Svo er líka auðvitað hún Lára Rúnarsdóttir.
Það er alltaf svo gaman að uppgötva nýjar útlenskar hljómsveitir en það er alltaf svo leiðinlegt þegar allir vita hverjar þær eru haha! Ef ykkur langar að deila með mér uppáhalds hljómsveitinni ykkar þá megiði endilega setja þær í comment :)

......


Ég rakst á þessa mynd einhversstaðar, man ekki hvar og mér fannst stelpan á þeim alveg svakalega sæt eitthvað. Get ekki haft hana stærri því ég átti hana í tölvunni og þetta er semsagt 'Large', en hvað með það mig langaði til að skella henni hérna inn! Hárið á henni er alveg æðislegt :)


Monday, July 26, 2010

Blogg-óð !!


Eftir að ég byrjaði að blogga er ég orðin blogg óð! Þetta er alveg ótrúlega gaman hahaha. En ég ætlaði bara að setja nokkrar myndir inn sem ég er búin að safna í albúm af Elle street chic daily. Gæti skoðað þetta allan daginn alla daga.
----------
Mmmm nú ætla ég að fara að þurrka á mér hárið, setja það í fléttu og fara uppí rúm að lesa með vatnsglas! Hljómar alltof vel !









WEEKDAY


Ég gæti farið að grenja að mig langar svo að fara til Svíþjóðar í Weekday!!! Ég er gjörsamlega ástfangin af þessum flíkum, það er eins og hönnuðirnir read my mind. Elska hvað þetta er allt einfalt og flott. Það vantar sko svona búð á Íslandi! Vill einhver bjóða sig fram í að koma þessum búðum til landsins? Það væri nú frábært.... En jæja ég ætla að missa mig aðeins í myndum, ég hef reyndar ekki kynnt mér hvort þeir senda hingað til lands. Spurning um að panta bara ef það er hægt! Kostar reyndar mjög mikið allur sendingarkostnaðurinn :(











What to wear.....


Ég var að afla mér upplýsinga um hvað verður flott núna í haust og vetur. Ætla að gera smá lista!
  1. Silki og brúnir/camel litir. Smá Cowgirl stemning!
  2. Kósí klæðnaður. Við höfum nú allar lesið margoft að maður á ekki að kaupa flíkur því þær eru í tísku heldur kaupa því þær klæða þig!
  3. Vesti. Bæði pelsvesti og bara allskonar vesti!
  4. ' Work dresses ' Smá skrifstofu fýlingur!
  5. Pils sem ná niður að hnjám. Persónulega finnst mér alltaf flottast að sjá þau há í mittið.
  6. Svart og hvítt. Eitthvað sem passar alltaf saman.
  7. Leður. Það heldur áfram og ætti nú að gleðja marga!
  8. ' Printed bottoms ' , buxur með flottum munstrum!
Vona að ég hjálpaði ykkur eitthvað ef þið voruð í vafa. Mér finnst haust tískan alltaf skemmtilegust þó ég vilji ekki fá kuldann aftur :-(

Scarlett Johanson



Ó guð hún er bara svo falleg! En já þetta er svona fyrsta alvöru bloggið mitt, ég var að pæla í að sleppa þessu bara því ég vissi ekki hvernig ætti að fá athylgi og einhverjir færu að fylgjast með þessu en ég vona að þetta komi smám saman!
Ætla að leyfa henni Scarlett að eiga heiðurinn af þessu fyrsta bloggi hehe!

Monday, July 19, 2010

Sunny sunny


Halló og verið velkomin á fyrsta bloggið mitt! Ég hef lengi verið að hugsa um að stofna eitt og ætla að sjá hvernig það á eftir að ganga. Þetta á allt eftir að koma með tímanum en út í annað! Veðrið er ekkert smá gott um allt land!! Ég er búin að liggja eins og skata úti á sólpalli núna síðustu daga enda tími ég sko ekki að sleppa sekúndu af sólskini! Ég ætla að hafa þetta stutt og laggott, vona að einhverjir eigi eftir að fylgjast með :)